Fótbolti

Jón Guðni einn af sex­tán leik­mönnum með kórónu­veiruna: „Finn enga lykt og ekkert bragð“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson er hann var á mála hjá Krasnodar. Nú leikur hann í Svíþjóð.
Jón Guðni Fjóluson er hann var á mála hjá Krasnodar. Nú leikur hann í Svíþjóð. vísir/getty

Sextán leikmenn og fimm starfsfólk sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby eru með kórónuveiruna. Jón Guðni Fjóluson er einn leikmannanna með veiruna.

Jesper Jansson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, staðfesti þetta í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag.

Leikur Hammarby gegn Trelleborg í átta liða úrslitum sænska bikarsins, sem átti að fara fram á morgun, hefur verið frestað.

„Sextán leikmenn og fimm í starfsteyminu hafa fengið veiruna,“ sagði Jesper í samtali við Aftonbladet. Þeir verða í einangrun fram yfir helgi.

„Sá fyrsti smitaðist í byrjun mánaðarins og hann var strax sendur í einangrun. Í síðustu viku sýndu fleiri leikmenn einkenni og í prófum gærdagsins eru sextán smitaðir.“

Jón Guðni staðfesti sjálfur í samtali við Vísi fyrr í dag að hann væri einn af þeim smituðu.

„Ég finn enga lykt og ekkert bragð annars er ég nokkuð sprækur,“ sagði varnarmaðurinn.

Hann skipti til Hammarby fyrr á árinu og gat vegna veirunnar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefnið sem framundan eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×