Erlent

Moderna rann­sakar á­hrif bólu­efnis síns á ung börn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Moderna gerir ráð fyrir að 6.750 börn taki þátt í rannsókninni.
Moderna gerir ráð fyrir að 6.750 börn taki þátt í rannsókninni. Getty

Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur hafið rannsóknir á bóluefni við Covid-19 sínu á hálfs árs til ellefu ára börnum. Frá þessu greindi fyrirtækið í tilkynningu.

Moderna er með þessu orðið fyrsti bandaríski bóluefnaframleiðandinn til að prófa bóluefni sitt á ungbörnum, og áætlar að einhver 6.750 börn frá Bandaríkjunum og Kanada muni taka þátt í rannsókninni.

Þó rannsóknir bendi til þess að börn séu ólíkleg til að verða alvarlega veik af Covid-19 er þó talin hætta á því að þau geti smitað aðra, þá sérstaklega táningar. Því er það talið geta flýtt fyrir hjarðónæmi innan samfélaga ef mögulegt er að bólusetja börn.

„Þessi rannsókn mun hjálpa okkur að meta öryggi og mögulega ónæmingargetu bóluefnis okkar á yngsta aldurshópinn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Stépahen Bancel, forstjóra Moderna.

Auk Moderna hefur Pfizer áður rannsakað áhrif bóluefna sinna á börn tólf ára og eldri. Þær rannsóknir hófust á síðasta ári en niðurstöður þeirra hafa ekki verið birtar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×