Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:20 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um stöðu þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir og krafði stjórnvöld um aðgerðir. Stöð 2/Sigurjón Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira