Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:36 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35