Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Með breytingunni, sem tekur gildi í þessari viku að sögn Áslaugar, geta þeir sem eru bólusettir utan Schengen og eru með gild vottorð þess efnis komið til landsins. Á sama hátt verða vottorð um fyrri Covid-sýkingu tekin gild. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. Áslaug sagði að fordæmi væri fyrir breyttum reglum varðandi bólusetningar hjá löndum innan Schengen. Hún nefndi Kýpur í því samhengi en sagði að Ísland væri þó í forystu með jafnafgerandi ákvörðun og tekin var á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Horfa til Bretlands og Bandaríkjanna Innt eftir því hvort hún væri með þessu að láta undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni sagði Áslaug að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væru sammála um að mikilvægt væri að taka sömu vottorð gild, hvort sem þau væru frá löndum innan eða utan Schengen. Þarna væri einkum verið að horfa til Bretlands og Bandaríkjanna, sem Áslaug sagði okkar „stærstu markaði“ og að mikilvægt væri að fólk frá þessum löndum hefði kost á að koma til Íslands. Núverandi reglur kveða á um að hvorki sé tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Reglurnar voru settar að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann teldi það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um nýja fyrirkomulagið. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 „Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14 Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Með breytingunni, sem tekur gildi í þessari viku að sögn Áslaugar, geta þeir sem eru bólusettir utan Schengen og eru með gild vottorð þess efnis komið til landsins. Á sama hátt verða vottorð um fyrri Covid-sýkingu tekin gild. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. Áslaug sagði að fordæmi væri fyrir breyttum reglum varðandi bólusetningar hjá löndum innan Schengen. Hún nefndi Kýpur í því samhengi en sagði að Ísland væri þó í forystu með jafnafgerandi ákvörðun og tekin var á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Horfa til Bretlands og Bandaríkjanna Innt eftir því hvort hún væri með þessu að láta undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni sagði Áslaug að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væru sammála um að mikilvægt væri að taka sömu vottorð gild, hvort sem þau væru frá löndum innan eða utan Schengen. Þarna væri einkum verið að horfa til Bretlands og Bandaríkjanna, sem Áslaug sagði okkar „stærstu markaði“ og að mikilvægt væri að fólk frá þessum löndum hefði kost á að koma til Íslands. Núverandi reglur kveða á um að hvorki sé tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins. Reglurnar voru settar að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann teldi það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um nýja fyrirkomulagið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 „Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14 Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22
„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum. 15. mars 2021 10:14
Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði