Smit gærdagsins tengist hópsýkingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2021 12:32 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta sýna fram á hversu langur tími geti liðið þar til einkenni koma fram. Vísir/Vilhelm Smit þess sem greindist með kórónuveiruna í gær er rakið til hópsýkingarinnar sem blossaði upp um þarsíðustu helgi. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu en úr því smitið tengist hópsmitinu er ljóst að líklegast er um breska afbrigðið að ræða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitið sé hvorki rakið til Hörpu né Landspítalans. „Þetta segir okkur bara hvað það getur tekið langan tíma að sjá fyrir endann á svona hópsmiti. Nú kemur eitt tilfelli og þá fer rakning í gang varðandi það hvort viðkomandi hafi ekki örugglega haldið sóttkví sem hann var í og svo framvegis. Það er vonandi þannig. Þetta sýnir bara hvað það getur teygst lengi úr þegar upp koma svona hópsmit.“ Þórólfur segir aðnú þegar nokkur tími er liðinn frá því að breska afbrigðið kom fyrst fram liggi nú fyrir betri upplýsingar um einkenni þess. „Það virðist að þetta breska afbrigði sé aðeins öðruvísi en önnur að því leytinu til að það smitast auðveldlega og svo eru spurningar uppi um það hvort það valdi meiri einkennum hjá yngra fólki og jafnvel börnum. Tilkynningar í Noregi leiða í ljós að yngra fólk leggist inn á sjúkrahús, jafnvel alvarlega veikt með þetta breska afbrigði. Það er ýmislegt sem er aðeins öðruvísi en virtist við fyrstu sýn.“ Rúmlega hundrað hafa greinst með breska afbrigðið og um rúmlega sjötíu þeirra hafa greinst við landamæraskimun. „Þetta herjar meira á en verið hefur,“ sagði Þórólfur um breska afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist með kórónuveiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum, allir í seinni landamæraskimun. 16. mars 2021 10:59 Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitið sé hvorki rakið til Hörpu né Landspítalans. „Þetta segir okkur bara hvað það getur tekið langan tíma að sjá fyrir endann á svona hópsmiti. Nú kemur eitt tilfelli og þá fer rakning í gang varðandi það hvort viðkomandi hafi ekki örugglega haldið sóttkví sem hann var í og svo framvegis. Það er vonandi þannig. Þetta sýnir bara hvað það getur teygst lengi úr þegar upp koma svona hópsmit.“ Þórólfur segir aðnú þegar nokkur tími er liðinn frá því að breska afbrigðið kom fyrst fram liggi nú fyrir betri upplýsingar um einkenni þess. „Það virðist að þetta breska afbrigði sé aðeins öðruvísi en önnur að því leytinu til að það smitast auðveldlega og svo eru spurningar uppi um það hvort það valdi meiri einkennum hjá yngra fólki og jafnvel börnum. Tilkynningar í Noregi leiða í ljós að yngra fólk leggist inn á sjúkrahús, jafnvel alvarlega veikt með þetta breska afbrigði. Það er ýmislegt sem er aðeins öðruvísi en virtist við fyrstu sýn.“ Rúmlega hundrað hafa greinst með breska afbrigðið og um rúmlega sjötíu þeirra hafa greinst við landamæraskimun. „Þetta herjar meira á en verið hefur,“ sagði Þórólfur um breska afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist með kórónuveiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum, allir í seinni landamæraskimun. 16. mars 2021 10:59 Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Einn greindist með kórónuveiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum, allir í seinni landamæraskimun. 16. mars 2021 10:59
Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30