Innlent

Smit gærdagsins tengist hópsýkingunni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta sýna fram á hversu langur tími geti liðið þar til einkenni koma fram.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta sýna fram á hversu langur tími geti liðið þar til einkenni koma fram. Vísir/Vilhelm

Smit þess sem greindist með kórónuveiruna í gær er rakið til hópsýkingarinnar sem blossaði upp um þarsíðustu helgi. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu en úr því smitið tengist hópsmitinu er ljóst að líklegast er um breska afbrigðið að ræða.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitið sé hvorki rakið til Hörpu né Landspítalans.

„Þetta segir okkur bara hvað það getur tekið langan tíma að sjá fyrir endann á svona hópsmiti. Nú kemur eitt tilfelli og þá fer rakning í gang varðandi það hvort viðkomandi hafi ekki örugglega haldið sóttkví sem hann var í og svo framvegis. Það er vonandi þannig. Þetta sýnir bara hvað það getur teygst lengi úr þegar upp koma svona hópsmit.“

Þórólfur segir aðnú þegar nokkur tími er liðinn frá því að breska afbrigðið kom fyrst fram liggi nú fyrir betri upplýsingar um einkenni þess.

„Það virðist að þetta breska afbrigði sé aðeins öðruvísi en önnur að því leytinu til að það smitast auðveldlega og svo eru spurningar uppi um það hvort það valdi meiri einkennum hjá yngra fólki og jafnvel börnum. Tilkynningar í Noregi leiða í ljós að yngra fólk leggist inn á sjúkrahús, jafnvel alvarlega veikt með þetta breska afbrigði. Það er ýmislegt sem er aðeins öðruvísi en virtist við fyrstu sýn.“

Rúmlega hundrað hafa greinst með breska afbrigðið og um rúmlega sjötíu þeirra hafa greinst við landamæraskimun.

„Þetta herjar meira á en verið hefur,“ sagði Þórólfur um breska afbrigðið.


Tengdar fréttir

Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða

Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×