Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 14:49 Í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para séu ekki samkvæmt ætlun guðs. AP/Gregorio Borgia Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni. Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni.
Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira