Enski boltinn

Haaland efstur á óskalista Man. Utd.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland fer væntanlega frá Borussia Dortmund eftir tímabilið.
Erling Haaland fer væntanlega frá Borussia Dortmund eftir tímabilið. ap/Martin Meissner

Erling Haaland, framherji Borussia Dortmund, er efstur á óskalista Manchester United.

United ætlar að kaupa framherja í sumar og vill helst fá Haaland sem hefur skorað eins og óður maður fyrir Dortmund.

Ljóst er að samkeppnin um Haaland verður mikil en hann er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, þjálfaði Haaland hjá Molde á sínum tíma og United-menn vonast til að samband þeirra verði til þess að framherjinn öflugi velji Manchester-liðið.

United reyndi að fá Haaland í janúar á síðasta ári. Ekkert varð af þeim félagaskiptum vegna ágreinings við umboðsmanninn Mino Raiola og Haaland fór þess í stað til Dortmund.

Haaland er með riftunarákvæði upp níutíu milljónir punda í samningi sínum. Það getur þó aðeins verið virkjað ef félag borgar upphæðina í einu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×