Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 09:01 Cristiano Ronaldo fær hér verðlaun afhent frá Pele þegar Ronaldo var kosinn besti fótboltamaður heims fyrir árið 2008. EPA/STEFFEN SCHMIDT Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira