Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2021 16:03 „Þetta venst aldeilis ekki,“ segir Bergur, sem saknar þess að ná heilum nætursvefni. Hann hefur þó aldrei íhugað að flýja bæinn. „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. „Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur. Hann segist hafa heyrt frá nágrönnum sínum að hlutir hafi hrunið úr hillum en ekki af neinum teljanlegum skemmdum. „Í mínu húsi er allt á sínum stað þó einhverjar myndir hafi kannski skekkst, en ekkert tjón sem ég hef heyrt af.“ Saknar þess að ná heilum nætursvefni Aðspurður segir hann skjálftana aldrei venjast. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo maður losni við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag.“ Skjálftinn varð klukkan 14.15 um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Tengdar fréttir „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur. Hann segist hafa heyrt frá nágrönnum sínum að hlutir hafi hrunið úr hillum en ekki af neinum teljanlegum skemmdum. „Í mínu húsi er allt á sínum stað þó einhverjar myndir hafi kannski skekkst, en ekkert tjón sem ég hef heyrt af.“ Saknar þess að ná heilum nætursvefni Aðspurður segir hann skjálftana aldrei venjast. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo maður losni við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag.“ Skjálftinn varð klukkan 14.15 um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Tengdar fréttir „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32
„Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16