„Auknar líkur á eldgosi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. mars 2021 15:05 Öflugur skjálfti varð kl 14:15 í dag. Vísir/Vilhelm Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. „Ég myndi segja að líkurnar á gosi aukast þegar þessi læti eru í gangi. Og sérstaklega þegar það verða svona skjálftar sem eru að brjóta mjög mikið. Þá losnar spenna og losnar pláss og við erum bara enn í þessum atburði. Á meðan þessir atburðir eru í gangi og þessi mikla virkni þá bendir það til þess að það sé enn þá kvikuflæði í gangi og mikill þrýstingur á kvikuganginum – og þar með eru auknar líkur á eldgosi,“ segir Kristín. Hún segist telja að stóri skjálftinn klukkan rúmlega tvö, sem mældist 5,4 að stærð, hafi verið svokallaður gikkskjálfti. „Gikkskjálftar eru afleiðing af spennubreytingu á stóru svæði. Við erum með þessa rifu þar sem kvikan er og kvikugangurinn myndast. Kvikan er að pota sér þar, en um leið og hún fær meira pláss og fer að ýta á skorpuna í kringum sig þá er það ekki bara skorpan sem er alveg næst kvikuganginum sem verður fyrir áhrifum heldur bara stórt svæði. Fólk í margra kílómetra fjarlægð fann fyrir þessu,“ segir Kristín. Skjálftinn varð um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
„Ég myndi segja að líkurnar á gosi aukast þegar þessi læti eru í gangi. Og sérstaklega þegar það verða svona skjálftar sem eru að brjóta mjög mikið. Þá losnar spenna og losnar pláss og við erum bara enn í þessum atburði. Á meðan þessir atburðir eru í gangi og þessi mikla virkni þá bendir það til þess að það sé enn þá kvikuflæði í gangi og mikill þrýstingur á kvikuganginum – og þar með eru auknar líkur á eldgosi,“ segir Kristín. Hún segist telja að stóri skjálftinn klukkan rúmlega tvö, sem mældist 5,4 að stærð, hafi verið svokallaður gikkskjálfti. „Gikkskjálftar eru afleiðing af spennubreytingu á stóru svæði. Við erum með þessa rifu þar sem kvikan er og kvikugangurinn myndast. Kvikan er að pota sér þar, en um leið og hún fær meira pláss og fer að ýta á skorpuna í kringum sig þá er það ekki bara skorpan sem er alveg næst kvikuganginum sem verður fyrir áhrifum heldur bara stórt svæði. Fólk í margra kílómetra fjarlægð fann fyrir þessu,“ segir Kristín. Skjálftinn varð um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira