Benzema steig upp á ögurstundu og hélt titilvonum Real á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 17:15 Benzema fagnar fyrra marki sínu í dag. Var þetta fjórði deildarleikurinn í röð sem Frakkinn skorar í fyrir Real Madrid. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Enn og aftur var það Karim Benzema sem kom heimamönnum í Real til bjargar. Segja má að hann sé að halda titilvonum liðsins á lífi. Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira