Benzema steig upp á ögurstundu og hélt titilvonum Real á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 17:15 Benzema fagnar fyrra marki sínu í dag. Var þetta fjórði deildarleikurinn í röð sem Frakkinn skorar í fyrir Real Madrid. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Enn og aftur var það Karim Benzema sem kom heimamönnum í Real til bjargar. Segja má að hann sé að halda titilvonum liðsins á lífi. Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira