Fótbolti

Stór­leik Lyon og PSG frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir þarf að bíða aðeins lengur eftir að mæta PSG í uppgjöri toppliðanna í Frakklandi.
Sara Björk Gunnarsdóttir þarf að bíða aðeins lengur eftir að mæta PSG í uppgjöri toppliðanna í Frakklandi. vísir/getty

Stórleik helgarinnar í frönsku úrvalsdeildinni hefur verið frestað þar sem þrír leikmenn Paris Saint-Germain greindust með kórónuveiruna.

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon áttu að mæta toppliði frönsku deildarinnar á heimavelli á morgun. Nú er ljóst að leikurinn fer ekki fram þar sem þrír leikmenn toppliðsins greindust með kórónuveiruna fyrr í dag.

Mikil spenna var fyrir leikinn en loksins eru Evrópumeistarar Lyon að fá alvöru baráttu heima fyrir eftir að hafa rúllað yfir deildina undanfarin ár. Sem stendur er PSG á toppi deildarinnar með 43 stig eftir 15 leiki en Lyon er aðeins stigi á eftir toppliðinu.

Ekki hefur verið gefið út hvenær leikurinn verður spilaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×