Telur að PSG hafi bolmagn til að landa Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 19:00 Hver veit nema Lionel Messi verði leikmaður PSG þegar næsta leiktíðin 2021-2022 fer af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Forráðamenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að félagið geti samið við argentíska snillinginn Lionel Messi í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira