Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:01 Harry Maguire tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið í stað þess að koma Manchester United í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan. Getty/Laurence Griffiths Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira