Fótbolti

Átta liða úr­slit Meistara­deildarinnar án Messi og Ron­aldo sjald­gæf sjón

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Messi eru úr leik í Meistaradeildinni.
Ronaldo og Messi eru úr leik í Meistaradeildinni. Julien Mattia/Getty

Lionel Messi og félagar hans í Barcelona duttu út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSG í síðari leiknum.

Messi og félagar fengu skell í fyrri leiknum. Þeir töpuðu 4-1 á heimavelli og það var ljóst að það yrði ansi erfitt verkefni sem biði þeirra í kvöld.

Þeir voru þó mikið betri aðilinn og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en það eina sem Messi skoraði með þrumufleyg.

Cristiano Ronaldo og Juventus duttu út úr Meistaradeildinni í gær og þetta verða fyrstu átta liða úrslitin síðan tímabilið 2004/2005  sem hvorki Messi né Ronaldo verða í átta liða úrslitunum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2007 sem Börsungar komast ekki í átta liða úrslitin en þá duttu þeir út fyrir Liverpool.

Börsungar eru þó enn inni í tveimur keppnum. Þeir eru sex stigum á eftir Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni og eru komnir í úrslitaleik spænska bikarsins.


Tengdar fréttir

Messi allt í öllu en Barcelona úr leik

Barcelona var með mikla yfirburði gegn PSG er liðin mættust öðru sinni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum í París í kvöld lauk þó með 1-1 jafntefli og samanlagt 5-2 fyrir PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×