Erlent

Önnur tölvuárás gerð á norska þingið

Kjartan Kjartansson skrifar
Norska stórþingið í Osló.
Norska stórþingið í Osló. Vísir/EPA

Tölvuþrjótar komust inn í tölvukerfi norska þingsins og stálu þaðan gögnum. Hálft ár er frá því að yfirvöld greindu frá annarri slíkri árás á þingið.

Innbrotið er sagt tengjast veikleika í Microsoft Exchange-hugbúnaðinum. Microsoft segir að kínverskur hakkari hafi komist í kerfið. Óttast er að kerfi tug þúsunda stofnana og fyrirtækja gætu hafa orðið fyrir barðinu á á tölvuþrjótum í tengslum við veikleikann.

„Við vitum að gögn hafa verið sótt en við höfum ekki heildarsýn yfir ástandið, segir Marianne Andreassen, skrifstofustjóri norska þingsins. Engar vísbendingar séu um að árásin tengist þeirri sem var gerð á þingið í september, að því er Reuters-fréttastofan segir.

Ine Eriksen Søreidi, utanríkisráðherra, sakaði rússnesk stjórnvöld um fyrri. Stjórnvöld í Kreml hafa hafnað því.


Tengdar fréttir

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Bankaeftirlitsstofnun á meðal fórnarlamba Microsoft-árásar

Óttast er að tölvuþrjótar kunni að hafa komist yfir persónuupplýsingar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) þegar árás var gerð á tölvupóstkerfi tæknirisans Microsoft. Stofnunin þurfti að loka tölvupóstkerfi sínu á meðan tjónið af árásinni var metið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×