Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 12:30 Erling Haaland ögrar Bono, markverði Sevilla, eftir að hafa skorað hjá honum úr vítaspyrnu. getty/Alexandre Simoes Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira