Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 08:02 Cristiano Ronaldo gerði sig sekan um slæm mistök í jöfnunarmarki Porto. getty/Jonathan Moscrop Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45