Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 08:02 Cristiano Ronaldo gerði sig sekan um slæm mistök í jöfnunarmarki Porto. getty/Jonathan Moscrop Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45