Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 17:04 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á blaðamannafundi í febrúar. AP/Seth Wenig Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. „Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
„Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56