Erlent

Bólusettir geta hist grímulausir

Kjartan Kjartansson skrifar
Kona fær sprautu með bóluefni í Kaliforníu. Þó að enn sé langt í land með að bólusetja alla Bandaríkjamenn eru þegar fleiri en þrjátíu milljónir manna þar með fulla bólusetningu við veirunni.
Kona fær sprautu með bóluefni í Kaliforníu. Þó að enn sé langt í land með að bólusetja alla Bandaríkjamenn eru þegar fleiri en þrjátíu milljónir manna þar með fulla bólusetningu við veirunni. AP/Marcio Jose Sanchez

Fólk sem hefur verið bólusett við kórónuveirunni getur hist innandyra án þess að vera með grímu eða halda fjarlægðarmörk samkvæmt nýjum leiðbeiningum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar sem voru kynntar í dag.

Einnig er gefið grænt ljós á að þeir sem hafa verið bólusettir geti umgengist fólk sem er talið í lítilli hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Þannig geta afar og ömmur sem hafa verið bólusettar umgengist hraust börn og barnabörn án þess að vera með grímu eða halda fjarlægð, að sögn AP-fréttastofunnar.

Um þrjátíu milljónir Bandaríkjamanna, eða um 9% þjóðarinnar, hafa nú verið bólusettar að fullu við nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19. Fólk er talið fullbólusett tveimur vikum eftir að það fær síðasta skammt bóluefnis.

Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) kynnti nýjar leiðbeiningar sínar um smitvarnir í dag þar sem slakað er á tilmælum til þeirra sem eru fullbólusettir. Áfram er þó mælt með því að fólk sem hefur fengið fulla bólusetningu gangi með grímu, forðist stórar samkomur og haldi fjarlægð við annað fólk á opinberum stöðum. Bólusett fólk sem finnur fyrir einkennum sem gætu passað við Covid-19 er einnig ráðlagt að fara í sýnatöku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.