Erlent

Assad-hjónin sögð smituð af kórónuveirunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Sýrlensku forsetahjónin Asma (t.v.) og Bashar al-Assad (f.m.) árið 2016.
Sýrlensku forsetahjónin Asma (t.v.) og Bashar al-Assad (f.m.) árið 2016. AP/forsetaembætti Sýrlands

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Asma eiginkona hans greindust smituð af kórónuveirunni. Í opinberri yfirlýsingu forsetaembættisins segir að forsetahjónin þjáist aðeins af vægum einkennum.

Assad er 55 ára gamall en eiginkona hans tíu árum yngri. Í yfirlýsingunni segir að þau hjónin hafi farið í sýnatöku eftir að þau byrjuðu að finna fyrir einkennum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þau verði nú í tveggja til þriggja vikna einangrun heima hjá sér en snúi svo aftur til starfa.

AP-fréttastofan segir að um sextán þúsund manns hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni á þeim svæðum sem stjórnarher Sýrlands heldur og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. Talið er að raunverulegur fjöldinn sé mun hærri þar sem afar takmörkuð skimun fyrir veirunni fer fram í landinu þar sem borgarastríð hefur nú geisað í heilan áratug.

Bólusetningar gegn veirunni hófust í síðustu viku. Ekkert hefur komið fram um hvernig þeim miði né hvort að Assad-hjónin hafi verið bólusett.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.