„Þetta er ekki lægð, þetta er hrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Liverpool er í miklum mótbyr þessa dagana. getty/Phil Noble Gary Neville segir að lið Liverpool sé hörmulegt að öllu leyti um þessar mundir og það hafi tapað öllu sem gerði það svo gott. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin. Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56