Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 10:27 Fjölmargir nemendur í 8. bekk hafa undirbúið sig um helgina fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins sumum þeirra hefur tekist að opna prófið á netinu. Vísir/Vilhelm Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent