Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 11:33 Nemendur gripu margir hverjir í tómt þegar kveikt var á tölvunum í morgun. Vísir/Vilhelm Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag. Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira