Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 11:33 Nemendur gripu margir hverjir í tómt þegar kveikt var á tölvunum í morgun. Vísir/Vilhelm Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag. Skóla - og menntamál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira