Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 11:33 Nemendur gripu margir hverjir í tómt þegar kveikt var á tölvunum í morgun. Vísir/Vilhelm Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag. Skóla - og menntamál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira