Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira