Erlent

Látin laus eftir fimm ára afplánun

Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Nazanin Zaghari-Ratcliffe ásamt eiginmanni sínum Richard Ratcliffe og dóttur þeirra Gabriell.
Nazanin Zaghari-Ratcliffe ásamt eiginmanni sínum Richard Ratcliffe og dóttur þeirra Gabriell. EPA

Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar.

Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran.

Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag.

Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið.

„Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.