Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 23:39 Hjólför eftir Perseverance í sandinum á Mars 4. mars 2021. NASA/JPL-Caltech/AP Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03