Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:39 Skjálftavirknin hefur nú aftur færst í áttina að Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira