Innlent

Óróasvæðið í beinni útsendingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Keilir og svæðið í kring úr lofti. Vefmyndavélar Vísis halda vökulu auga á svæðinu.
Keilir og svæðið í kring úr lofti. Vefmyndavélar Vísis halda vökulu auga á svæðinu. Vísir/RAX

Grannt er nú fylgst með svæðinu í kringum Keili á Reykjanesskaga vegna mögulegs gosóróa og jarðskjálftavirkni. Vísir er með tvær vefmyndavélar við Keili sem sýna óróasvæðið í beinni útsendingu.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum frá því í síðustu viku en í gær beindust allra augu að Keilissvæðinu þegar vart varð við óróapúls sem er gjarnan undanfari eldgoss um miðjan daginn.

Púlsinn mældist suður af fjallinu Keili við Litla-Hrút. Virknin hefur haldið áfram í dag þó að aðeins hafi dregið úr henni frá því í gær. Gervihnattarmynd sem barst vísindaráði almannavarna í dag sýndi ekki sjáanlegar breytingar á svæðinu.

Vísir er með vefmyndavélar við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd sem er beint að Keili. Önnur þeirra er hitamyndavél og ætti því að fanga eldgoss jafnvel þó að myrkur sé skollið á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×