Óttaslegin í stóru blokkinni í Grindavík og vilja annað Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2021 14:05 Börn að leik og stóra blokkin í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Grindavíkur, segist vita um pólska íbúa í stóru blokkinni í Grindavík sem vilja ekki búa þar lengur. Nú ríði á að upplýsa pólska samfélagið og von sé á sérfræðingum frá Veðurstofu til að svara spurningum sem brenni á þeim. Túlkur verði fenginn til að auðvelda fræðsluna. Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira