Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:12 Jürgen Klopp hefur þurft að glíma við mörg vandmál í titilvörn Liverpool og gengið hefur ekki verið nærri því eins gott og áður. Getty/Andrew Powell Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Sjá meira
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Sjá meira