Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:12 Jürgen Klopp hefur þurft að glíma við mörg vandmál í titilvörn Liverpool og gengið hefur ekki verið nærri því eins gott og áður. Getty/Andrew Powell Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira