Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:12 Jürgen Klopp hefur þurft að glíma við mörg vandmál í titilvörn Liverpool og gengið hefur ekki verið nærri því eins gott og áður. Getty/Andrew Powell Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira