Innlent

Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í gær mældist óróapúls suður af Keili, nærri Litlahrút.
Í gær mældist óróapúls suður af Keili, nærri Litlahrút. vísir/vilhelm

Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorninu. Skjálftinn var 4,5 að stærð samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands og mældist klukkan 08:54.

Upptök skjálftans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli og á 6,7 kílómetra dýpi.

Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaganum allt frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Í gær mældist svo óróapúls við Litlahrút sem er nærri Keili en slíkur púls mælist gjarnan í aðdraganda eldgosa.

Teknar voru gervitunglamyndir í gær af svæðinu og er verið að vinna úr þeim. Búist er við niðurstöðu úr þeirri vinnu nú fyrir hádegi eða um hádegisbil og er vonast til að myndirnar varpi skýrara ljósi á stöðuna.

Skjálftinn sem varð nú rétt fyrir klukkan níu er stærsti skjálftinn í hrinunni síðan á aðfaranótt þriðjudags. Sá skjálfti var 4,6 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.