Enn mælast snarpir skjálftar þótt ekki sé búist við gosi á næstu klukkustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. mars 2021 06:34 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands að störfum á Reykjanesskaganum í gær eftir að óróapúlsinn mældist. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum en ekki er þó byrjað að gjósa. Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira