Fótbolti

Haaland sagður hafa áhuga á sex félögum og Chelsea er ekki eitt af þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland er kominn með 27 mörk í 27 leikjum með Dortmund í öllum keppnum á þessu tímabili.
Erling Haaland er kominn með 27 mörk í 27 leikjum með Dortmund í öllum keppnum á þessu tímabili. Getty/Lars Baron

Það verður sex hesta kapphlaup um undirskrift markakóngsins Erling Haaland ef marka má nýjustu fréttir frá Þýskalandi.

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er einn eftirsóttasti leikmaður heims í dag enda hefur hann raðað inn mörkum undanfarin ár.

Borussia Dortmund keypti Haaland frá Red Bull Salzburg fyrir rúmu ári og hann hefur síðan skorað 43 mörk í 45 leikjum með félaginu þar af 10 mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni.

Haaland er enn bara tvítugur og er nú metin á 110 milljónir evra. Það mun kosta dágóðan pening að kaupa hann frá Dortmund.

Mino Raiola, umboðsmaður Erling Haaland, heldur því fram að aðeins tíu félög í heiminum hafi efni á stráknum. Það verður hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir hundrað milljónir evra frá og með árinu 2022.

Haaland hefur undanfarið verið orðaður við Chelsea eftir að það fréttist að eigandinn Roman Abramovich væri alveg tilbúinn að eyða miklum peningi í kappann. Þýska blaðið SportBild slær því hins vegar upp að Norðmaðurinn hafi ekki áhuga á því að fara til Chelsea.

Samkvæmt upplýsingum SportBild þá hefur Erling Braut Haaland aðeins áhuga á sex félögum og Chelsea er ekki eitt af því. Liðin sem Haaland er spenntur fyrir eru Manchester City, Manchester United, Liverpool, Real Madrid, Barcelona og Juventus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.