Erlent

Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið.
Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið. Getty/Brent Stirton

Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið.

Aðgerðirnar nú eru að sögn lögreglu teknar í ljósi hótana sem einn ákveðinn vopnaður hópur hafi sett fram á síðustu dögum en hópurinn er ekki nafngreindur.

Lögreglan segist þó taka hótanirnar alvarlega og segist í stakk búin til að mæta hverju sem er. Þó hefur verið ákveðið að aflýsa þingfundi í fulltrúadeildinni sem fram átti að fara í dag, vegna málsins.

Öldungadeildin ætlar þó að koma saman og ræða nýjan aðgerðapakka forsetans til að takast á við kórónuveiruna og afleiðingar hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×