Stjórinn grínaðist með að ætla drekka alla bjóra liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 11:01 Chris Wilder á hliðarlínunni hjá Sheffield United en hann þarf kraftaverk til að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/John Sibley Leikmenn Sheffield United fengu ekki að fagna sigrinum á Aston Villa í gærkvöldi því knattspyrnustjórinn Chris Wilder bannaði allt bjórþamb. Neðsta lið deildarinnar missti Phil Jagielka af velli með rautt spjald á 57. mínútu leiksins en tókst samt að landa 1-0 sigri á Aston Villa. Þetta var aðeins fjórði sigur liðsins á tímabilinu. Sigurmarkið skoraði David McGoldrick á 30. mínútu eftir stoðsendingu frá gamla Eyjamanninum George Baldock. "All the beers the players might have had tonight, I'll do that in place of them!" A win, a clean sheet and excellent spirit from Chris Wilder's 10-men The Sheffield United boss reacts with @TheQuirkmeister... pic.twitter.com/pStyejOJYJ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 3, 2021 „Ég sagði bara við mína leikmenn að ég muni fagna fyrir þá í kvöld. Það er annar stór leikur hjá þeim strax á laugardaginn. Ég mun drekka alla bjórana sem þeir höfðu annars drukkið í kvöld. Ég færi létt með það,“ sagði Chris Wilder léttur eftir leikinn. „Ég gat ekki beðið um meira en þessa frammistöðu. Við höfum oft varist illa á þessu tímabili og höfum verið arkitektarnir að okkar eigin vandræðum. Þið sáuð aftur á móti toppklassa varnarleik í lok leiksins í kvöld,“ sagði Wilder. Hann hrósaði sínu mönnum fyrir hugarfarið á tímabilinu þótt að liðið sé í neðsta sæti og líklegast á leiðinni niður. „Það hefur alltaf búið þessi karakter í liðinu en það hefur verið auðvelt að gagnrýna liðið mitt þegar úrslitin hafa ekki fallið með okkur,“ sagði Wilder. Sheffield United er tólf stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Neðsta lið deildarinnar missti Phil Jagielka af velli með rautt spjald á 57. mínútu leiksins en tókst samt að landa 1-0 sigri á Aston Villa. Þetta var aðeins fjórði sigur liðsins á tímabilinu. Sigurmarkið skoraði David McGoldrick á 30. mínútu eftir stoðsendingu frá gamla Eyjamanninum George Baldock. "All the beers the players might have had tonight, I'll do that in place of them!" A win, a clean sheet and excellent spirit from Chris Wilder's 10-men The Sheffield United boss reacts with @TheQuirkmeister... pic.twitter.com/pStyejOJYJ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 3, 2021 „Ég sagði bara við mína leikmenn að ég muni fagna fyrir þá í kvöld. Það er annar stór leikur hjá þeim strax á laugardaginn. Ég mun drekka alla bjórana sem þeir höfðu annars drukkið í kvöld. Ég færi létt með það,“ sagði Chris Wilder léttur eftir leikinn. „Ég gat ekki beðið um meira en þessa frammistöðu. Við höfum oft varist illa á þessu tímabili og höfum verið arkitektarnir að okkar eigin vandræðum. Þið sáuð aftur á móti toppklassa varnarleik í lok leiksins í kvöld,“ sagði Wilder. Hann hrósaði sínu mönnum fyrir hugarfarið á tímabilinu þótt að liðið sé í neðsta sæti og líklegast á leiðinni niður. „Það hefur alltaf búið þessi karakter í liðinu en það hefur verið auðvelt að gagnrýna liðið mitt þegar úrslitin hafa ekki fallið með okkur,“ sagði Wilder. Sheffield United er tólf stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira