Erlent

Átta sárir eftir axarárás í smábæ í Svíþjóð

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í Vetlanda.
Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í Vetlanda. AP/Mikael Fritzon/TT News Agency

Að minnsta kosti átta manns særðust þegar karlmaður gekk berserksgang í smábænum Vetlanda, um 190 kílómetra suðaustur af Gautaborg. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið vopnaður öxi. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglumenn særðu hann skotsárum.

AP-fréttastofan segir að upplýsingar um líðan þeirra særðu, þar á meðal árásarmannsins, liggi ekki fyrir að svo stöddu. Talskona lögreglunnar sagði Aftonbladet að sumir væru alvarlega sárir, aðrir minna en enginn væri látinn.

Árásarmaðurinn er sagður á þrítugsaldri. Hann er grunaður um tilraun til manndráps. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stefan Löfven, forsætisráðherra, fordæmdi árásina og sagði öryggisstofnunina SAPO vinna að rannsókninni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.