Krotuðu hatursorð til nágrannanna á lest Anton Ingi Leifsson skrifar 3. mars 2021 23:01 Frá lestinni. mynd/twitter Það verður seint sagt að það sé mikil vinátta á milli Kaupmannahafnarliðanna FCK og Bröndby en liðin mætast einmitt í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Mikið hatur er á milli liðanna; innan vallar og enn fremur fyrir utan völlinn. Regluleg eru slagsmál á milli stuðningsmannahópa liðanna og þau óhrædd við að senda hvor öðru tóninn á samskiptamiðlum. Eins og áður segir mætast liðin í annað sinn á þessari leiktíð og einhverjir stuðningsmenn FCK hafa hafið undirbúning fyrir leik helgarinnar. Í gær mátti nefnilega sjá eina lest, sem keyrir um götur Kaupmannahafnar, málaða í skilaboðum til vesturhluta Kaupmannahafnar. „Anti 1964,“ stóð á lestinni sem var öll máluð svört en Bröndby var stofnað 1964 og nota harðkjarna stuðningsmenn FCK reglulega þessa setningu til að lýsa hatri sínu á gulklædda liði borgarinnar. Það verða þó engir áhorfendur á leik sunnudagsins, sem fer fram í Bröndby, en ansi líklegt er að hörðustu stuðningsmannahópar liðanna muni vera með einhvern gjörning í kringum leikinn. FCK vann í kvöld sigur á Vejle en Bröndby spilar annað kvöld gegn Randers. Þeir gulklæddu eru í öðru sætinu á meðan FCK er í því þriðja. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby. KÆMP FOR KBH! pic.twitter.com/MeOUDaTdQN— Frederik Hansen (@frediikk) March 2, 2021 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Mikið hatur er á milli liðanna; innan vallar og enn fremur fyrir utan völlinn. Regluleg eru slagsmál á milli stuðningsmannahópa liðanna og þau óhrædd við að senda hvor öðru tóninn á samskiptamiðlum. Eins og áður segir mætast liðin í annað sinn á þessari leiktíð og einhverjir stuðningsmenn FCK hafa hafið undirbúning fyrir leik helgarinnar. Í gær mátti nefnilega sjá eina lest, sem keyrir um götur Kaupmannahafnar, málaða í skilaboðum til vesturhluta Kaupmannahafnar. „Anti 1964,“ stóð á lestinni sem var öll máluð svört en Bröndby var stofnað 1964 og nota harðkjarna stuðningsmenn FCK reglulega þessa setningu til að lýsa hatri sínu á gulklædda liði borgarinnar. Það verða þó engir áhorfendur á leik sunnudagsins, sem fer fram í Bröndby, en ansi líklegt er að hörðustu stuðningsmannahópar liðanna muni vera með einhvern gjörning í kringum leikinn. FCK vann í kvöld sigur á Vejle en Bröndby spilar annað kvöld gegn Randers. Þeir gulklæddu eru í öðru sætinu á meðan FCK er í því þriðja. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby. KÆMP FOR KBH! pic.twitter.com/MeOUDaTdQN— Frederik Hansen (@frediikk) March 2, 2021
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira