Innlent

Tveir handteknir vegna líkamsárása í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hinir grunuðu gistu fangaklefa.
Hinir grunuðu gistu fangaklefa. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás klukkan 00:39. Segir í dagbók lögreglu að um minniháttar hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn vegna málsins og gistir hann fangageymslu.

Hins vegar barst tilkynning um klukkutíma síðar um aðra líkamsárás. Í því tilfelli voru áverkar einnig minniháttar og var einn maður handtekinn og færður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum um kvöldmatarleytið. Var málið afgreitt á vettvangi. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot, þjófnað og nytjastuld á bifreiðinni VN786 sem er ljósgrá Mercedes Bens bifreið að því er fram kemur í dagbók lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×