Fótbolti

Sancho skaut Dort­mund á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sancho skorar sigurmark kvöldsins.
Sancho skorar sigurmark kvöldsins. EPA-EFE/LARS BARON

Borussia Dortmund vann 0-1 útisigur Borussia Mönchengladbach í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.

Marco Rose, þjálfari Gladbach, mun taka við Borussia Dortmund í sumar og því um forvitnilegan leik að ræða. Leikurinn var stál í stál og staðan enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik skoraði Erling Braut Håland á 53. mínútu en markið var dæmt þar sem brot átti sér stað í aðdraganda marksins. Hin stjarna Dortmun, Jadon Sancho, kom Dortmund hins vegar yfir á 66. mínútu.

Staðan orðin 1-0 og reyndist það eina mark leiksins. Mahmoud Dahoud nældi sér í sitt annað gula spjald í uppbótartíma en tíu leikmenn Dortmund héldu forystunni og liðið því komið áfram í undanúrslit bikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.