Fótbolti

Kom inn af bekknum og skoraði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir var á skotskónum í kvöld.
Birkir var á skotskónum í kvöld. Danilo Di Giovanni/Getty Images

Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia er liðið vann 2-0 sigur á Cosenza í Serie B á Ítalíu í kvöld.

Bæði Birkir og Hólmbert Aron Friðjónsson hófu leikinn á varamannabekk Brescia í kvöld er liðið tók á móti Cosenza. Birkir kom inn af bekknum í hálfleik eftir markalausan fyrri hálfleik.

Íslenski landsliðsmaðurinn var ekki lengi að láta til sín taka en hann kom heimamönnum yfir eftir að hafa verið inn á vellinum í aðeins fjórar mínútur.

Hólmbert Aron kom inn af bekknum á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum eftir það tryggði Florian Aye sigur heimamanna með öðru marki Brescia í leiknum. Gestirnir komust ekki á blað og lauk leiknum því með 2-0 sigri Íslendingaliðsins.

Áður en leik lauk nældi Birkir sér svo í gult spjald.

Eftir sigur kvöldsins er Brescia í 13. sæti með 30 stig, átta stigum á eftir Spal sem er í 8. sæti deildarinnar en það gefur sæti í umspili um að komast upp í Serie A.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.