Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2021 09:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni. Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni.
Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira