Dóminíska lýðveldið girðir af landamærin við Haítí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 22:55 Landamæraverðir Dóminíska lýðveldisins fylgjast með fólki frá Haítí eftir að landamærum var lokað árið 2013. EPA/JOSE BUENO Dóminíska lýðveldið mun hefja framkvæmdir við að reisa girðingu á landamærum þess að Haítí síðar á þessu ári. Um er að ræða 376 kílómetra löng landamæri og segir forseti lýðveldisins verkefnið miða að því að stemma stigu við smygli og koma í veg fyrir að óskráðir innflytjendur fari yfir landamærin. „Á næstu tveimur árum viljum við stöðva alvarleg vandamál. Ólöglega innflytjendur, fíkniefnasmygl og tilfærslu stolinna bifreiða,“ sagði Luis Abinader, forseti Dóminíska lýðveldisins, í dag þegar hann kynnti verkefnið fyrir dóminíska þinginu. Framkvæmd verkefnisins hefst á síðari hluta þessa árs en það hefur ekki verið gert opinbert hver kostnaðurinn við framkvæmdirnar er. Girðingin verður sums staðar tvöföld, eða á þeim stöðum sem dómínísk yfirvöld telja flesta reyna að komast yfir landamærin. Þá verða hreyfiskynjarar á girðingunni, öryggismyndavélar sem greina andlit og innrauð skynjunarkerfi. Samkvæmt mati dóminískra yfirvalda bjuggu um 500 þúsund haítískir innflytjendur í Dóminíska lýðveldinu árið 2018. Þar eru börn innflytjendanna, sem fæddust í lýðveldinu, ekki talin með en talið er að þau telji tugþúsundir. Haítíska samfélagið í Dóminíska lýðveldinu telur um fimm prósent allra íbúa en stór hluti þeirra hafa ekki fengið landvistarleyfi. Haítí Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr yfirfullu fangelsi Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr fangelsi skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á fimmtudag. Yfirmaður fangelsisins lést í uppþotunum sem leiddu að fjöldaflóttanum. 27. febrúar 2021 13:47 ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. 9. febrúar 2021 09:05 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
„Á næstu tveimur árum viljum við stöðva alvarleg vandamál. Ólöglega innflytjendur, fíkniefnasmygl og tilfærslu stolinna bifreiða,“ sagði Luis Abinader, forseti Dóminíska lýðveldisins, í dag þegar hann kynnti verkefnið fyrir dóminíska þinginu. Framkvæmd verkefnisins hefst á síðari hluta þessa árs en það hefur ekki verið gert opinbert hver kostnaðurinn við framkvæmdirnar er. Girðingin verður sums staðar tvöföld, eða á þeim stöðum sem dómínísk yfirvöld telja flesta reyna að komast yfir landamærin. Þá verða hreyfiskynjarar á girðingunni, öryggismyndavélar sem greina andlit og innrauð skynjunarkerfi. Samkvæmt mati dóminískra yfirvalda bjuggu um 500 þúsund haítískir innflytjendur í Dóminíska lýðveldinu árið 2018. Þar eru börn innflytjendanna, sem fæddust í lýðveldinu, ekki talin með en talið er að þau telji tugþúsundir. Haítíska samfélagið í Dóminíska lýðveldinu telur um fimm prósent allra íbúa en stór hluti þeirra hafa ekki fengið landvistarleyfi.
Haítí Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr yfirfullu fangelsi Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr fangelsi skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á fimmtudag. Yfirmaður fangelsisins lést í uppþotunum sem leiddu að fjöldaflóttanum. 27. febrúar 2021 13:47 ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. 9. febrúar 2021 09:05 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr yfirfullu fangelsi Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr fangelsi skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á fimmtudag. Yfirmaður fangelsisins lést í uppþotunum sem leiddu að fjöldaflóttanum. 27. febrúar 2021 13:47
ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. 9. febrúar 2021 09:05