Enski boltinn

Tvær víta­spyrnur for­görðum og Lee Mason í sviðs­ljósinu í sigri WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lee Mason baðaði sig í sviðljósinu í dag.
Lee Mason baðaði sig í sviðljósinu í dag. getty/adam fradgley

WBA vann lífs nauðsynlegan 1-0 sigur á Brighton er liðin mættust í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn komust yfir strax á elleftu mínútu en Kyle Bartley skoraði þá eftir undirbúning Conor Gallagher.

Á nítjándu mínútu fengu gestirnir frá Brighton vítaspyrnu en Pascal Gros mistókst að koma boltanum í netið.

Tíu mínútum síðar komu Brighton menn boltanum í netið en dómarinn Lee Mason gerði mistök í aðdragandanum sem kostaði markið.

Hann flautaði áður en Dunk kom boltanum í netið sem gerir það að verkum að leikurinn var stopp.

Fyrst um sinn gaf Mason þó merki um að markið myndi standa  og Brighton menn voru eðlilega æfir.

Þeir fengu þó gullið tækifæri til að jafna er þeir fengu sína aðra vítapsyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Danny Welbeck fór á punktinn en skot hans í stöngina.

Lokatölur 1-0 sigur WBA sem er nú með sautján stig í nítjánda sætinu, átta stigum frá öruggu sæti. Brighton er í sextánda sætinu, fjórum stigum frá Fulham, sem er í fallsæti eða átjánda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.