Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:04 Almennir borgara verða einna helst varir við starfsemi hópanna sem fórnarlömb svika, innbrota og þjófnaða. Vísir/Vilhelm Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti. Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti.
Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira