Íslenski boltinn

Heiðar Helguson þjálfar Kórdrengi

Sindri Sverrisson skrifar
Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins árið 2011.
Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins árið 2011.

Heiðar Helguson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi Kórdrengja sem leika í fyrsta sinn í næstefstu deild, Lengjudeildinni, í fótbolta í sumar.

Heiðar, sem er 43 ára, á að baki langan atvinnumannsferil og 55 A-landsleiki. Hann lék lengst af í Englandi og raðaði inn mörkum fyrir Watford, QPR og fleiri lið.

Heiðar hefur ekki komið að þjálfun áður en hann mun verða Davíð Smára Lamude til fulltingis í þjálfarateymi Kórdrengja. 

Fyrsti leikur Kórdrengja með Heiðar á hliðarlínunni verður væntanlega í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, þegar liðið sækir Víking R. heim í Lengjubikarnum.

Davíð Smári og Andri Steinn Birgisson hafa stýrt Kórdrengjum síðustu tvö ár, upp um tvær deildir, en í samtali við Vísi sagði Davíð að Andri Steinn væri ekki lengur starfandi hjá félaginu. Heiðar kemur því inn í hans stað.

Kórdrengir bjóða Heiðar Helguson velkominn í þjálfarateymið. Heiðar þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hann...

Posted by Kórdrengir on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021

Kórdrengir leika sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni 7. maí þegar þeir sækja Aftureldingu heim. Þeir hafa samið við Leikni R. um að spila heimaleiki sína á gervigrasvelli Leiknismanna í sumar, eftir að hafa verið í Safamýri síðustu ár, og mæta Selfossi í fyrsta heimaleiknum 14. maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.