Einvígi Rangers og Royal Antwerp í Evrópudeildinni setti met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 22:45 Rangers léku listir sínar í kvöld. Craig Williamson/Getty Images Rangers vann 5-2 sigur á Royal Antwerp í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða met í fjölda marka í einvígi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk 4-3 Rangers í vil. Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15
Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01
Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45