Fótbolti

Ein­vígi Rangers og Royal Antwerp í Evrópu­­deildinni setti met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rangers léku listir sínar í kvöld.
Rangers léku listir sínar í kvöld. Craig Williamson/Getty Images

Rangers vann 5-2 sigur á Royal Antwerp í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða met í fjölda marka í einvígi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk 4-3 Rangers í vil.

Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin.

Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5.

Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld.

Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Leicester City ó­vænt úr leik og AC Milan skreið á­fram

Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni.

Björn Berg­mann í byrjunar­liðinu er Mold­e komst á­fram

Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Auba­mey­ang hetja Arsenal í endur­komu­sigri

Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.