Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 22:15 Slavia Prag sló Leicester City óvænt út í kvöld. EPA-EFE/TIM KEETON Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi gerði Slavia Prag sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á Leicester City í kvöld. Þar með tryggðu Tékkarnir sér farseðil í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á meðan enska félagið er úr leik. Ekki er hægt að segja að Leicester hafi stillt upp slöku liði í kvöld en Kasper Schmeichel stóð í markinu og Jamie Vardy í fremstu línu. Þá voru Jonny Evans, Çağlar Söyüncü, Wilfred Ndidi, Youri Tielemans, Marc Albrighton og Cengiz Ünder í byrjunarliðinu. Það dugði ekki í kvöld en eftir markalausan hálfleik kom Lukas Provod gestunum yfir á 49. mínútu og Abdallah Sima gulltryggði sigurinn þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 Slavia Prag í vil eins og áður sagði. Another European night to remember! #leisla #UEL pic.twitter.com/tpXQD0h21X— SK Slavia Prague EN (@slavia_eng) February 25, 2021 AC Milan gerði 1-1 jafntefli gegn Rauðu Stjörnunni á San Siro í Mílanó og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Franck Kessie skoraði eina mark Milan úr vítaspyrnu strax á 9. mínútu leiksins. Young Boys frá Sviss gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 útisigur á Bayer Leverkusen eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-3. Þá eru Dynamo Kiev, Dinamo Zagreb, PSV Eindhoven og Roma öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi gerði Slavia Prag sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á Leicester City í kvöld. Þar með tryggðu Tékkarnir sér farseðil í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á meðan enska félagið er úr leik. Ekki er hægt að segja að Leicester hafi stillt upp slöku liði í kvöld en Kasper Schmeichel stóð í markinu og Jamie Vardy í fremstu línu. Þá voru Jonny Evans, Çağlar Söyüncü, Wilfred Ndidi, Youri Tielemans, Marc Albrighton og Cengiz Ünder í byrjunarliðinu. Það dugði ekki í kvöld en eftir markalausan hálfleik kom Lukas Provod gestunum yfir á 49. mínútu og Abdallah Sima gulltryggði sigurinn þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 Slavia Prag í vil eins og áður sagði. Another European night to remember! #leisla #UEL pic.twitter.com/tpXQD0h21X— SK Slavia Prague EN (@slavia_eng) February 25, 2021 AC Milan gerði 1-1 jafntefli gegn Rauðu Stjörnunni á San Siro í Mílanó og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Franck Kessie skoraði eina mark Milan úr vítaspyrnu strax á 9. mínútu leiksins. Young Boys frá Sviss gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 útisigur á Bayer Leverkusen eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-3. Þá eru Dynamo Kiev, Dinamo Zagreb, PSV Eindhoven og Roma öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01
Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45